Um Grím ehf.

Grímur var stofnað árið 1990 af bræðrunum Helga Kristjánssyni og Ásgeiri Kristjánssyni ásamt föður þeirra Kristjáni Ásgeirssyni.

Fyrirtækið hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni sl. 30 ár allt frá Mývatni austur á Þórshöfn auk stöku verkefna fyrir sunnan og austan.
Sl. ár hefur Grímur aðallega sinnt verkefnum tengdum uppsetningu kísilversins á Bakka, lagningu háhitalagna fyrir Landsvirkjun og unnið ýmsa viðhaldsvinnu á virkjunum fyrirtækisins í Kröflu, Bjarnarflagi, á Þeistareykjum og í Laxá.

Starfsmenn Gríms ehf. taka að sér viðhald báta, útbúa teikningar vegna nýsmíði úr járni og uppsetningu því tengdu.

Fyrirtækið gerir glussaslöngur í flestum stærðum og býr yfir góðum lager af járnsmíðaefni og ýmsum vélavarahlutum.

Á Grím starfa 20-25 manns að jafnaði í föstum störfum og/eða hlutastörfum.

Hafðu Samband

Við tökum að okkur allskonar verkefni.

  • Vélaviðgerðir.
  • Stálsmíði.
  • Vökvalagnir.
  • Vatnsveiturlagnir, stál og plast.
  • Pípulagnir af öllu tagi.
  • Hífingar og flutningur, kranabílar og vörubílar með krönum.